Reglugerð
um breytingu á reglugerð nr. 104, 5. febrúar 1997,
um gerð og búnað smáfiskaskilju.
1.gr.
3. gr. breytist og orðist svo: Ef togveiðar eru stundaðar á tilgreindum svæðum sbr. 2. gr. og notuð er smáfiskaskilja skal lágmarksmöskvastærð í skiljuhólknum og þar fyrir aftan vera 135 mm.
2.gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 12. gr. laga nr. 81, 31. maí 1976, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast gildi 15. júní 1997.
Sjávarútvegsráðuneytinu, 13. júní 1997.
F.h.r.
Árni Kolbeinsson.
Þórður Eyþórsson.