Matvælaráðuneyti

694/2024

Reglugerð um (13.) breytingu á reglugerð nr. 163/1973 um hvalveiðar.

1. gr.

Í stað orðanna "2019, 2020, 2021, 2022 og 2023" í 1. og 3. málsl. 2. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar kemur: 2024.

 

2. gr.

1. gr. viðauka við reglugerðina orðist svo: Leyfilegur heildarafli lang­reyða á árinu 2024 skal nema 99 dýrum á svæði EG/WI og 29 dýrum á svæði EI/F.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 4. gr. laga nr. 26, 3. maí 1949, um hvalveiðar, til að öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 11. júní 2024.

 

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica