1. gr.
4. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Lágmarksmöskvastærð rækjuvörpu skal vera 45 mm í vængjum aftur að fremsta netþaki (miðneti) en 36 mm í öðrum hlutum rækjuvörpunnar.
Við veiðar á rækju á eftirgreindum svæðum skal nota eitt af eftirtöldum veiðarfærum: net á legg í a.m.k. fjórum öftustu metrum vörpunnar, smárækjuskilju útbúinni samkvæmt reglum þar um eða þvernetspoka með fjórum byrðum felldan á línur.
Við veiðar á úthafsrækju fyrir Norðurlandi norðan 65°30´N, milli 12°V og 18°V, og sunnan 66°45´N, milli 18°V og 20°V, skal við rækjuveiðar nota net á legg í a.m.k. átta öftustu metrum vörpunnar eða smárækjuskilju samkvæmt reglum þar um. Lágmarksmöskvastærð leggpokans á þessu svæði skal vera a.m.k. 40 mm. Einnig er heimilt að nota í stað leggpoka eða smárækjuskilju þvernetspoka með fjórum byrðum felldan á línur.
Við notkun leggpoka eða þverpoka er heimilt að nota þrjá síðumöskva fyrir framan kolllínumöskvana. Skal hver leggur leggpokans festur við eina upptöku vörpunnar.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands og öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 30. apríl 2018.
Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Skarphéðinsson.