1. gr.
Eftirfarandi breyting er gerð á CITES viðaukum:
Við I. viðauka bætist eftirfarandi brjóskfiskategundir (hákarlar) sem falla undir þessa reglugerð:
Pristidae spp. (sawfishes)
Við II. viðauka bætast eftirfarandi brjóskfiskategundir (hákarlar og skötur) sem falla undir þessa reglugerð:
Carcharhinus longimanus (oceanic whitetip shark)
Sphyrna lewini (scalloped hammerhead shark)
Sphyrna mokarran (great hammerhead shark)
Sphyrna zigaena (smooth hammerhead shark)
Lamna nasus (porbeagle shark)
Manta spp. (manta rays)
2. gr.
Fylgiskjal A orðast svo:
Fyrirvarar Íslands við samninginn.
Ísland hefur gert eftirfarandi fyrirvara við tegundir í viðaukum samningsins.
Samkvæmt a-lið 2. tölul. 23. gr. samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu eru gerðir fyrirvarar að því er eftirfarandi tegundir í I. og II. viðauka varðar:
Steypireyður (Balaenoptera musculus) í I. viðauka.
Langreyður (Balaenoptera physalus) í I. viðauka.
Sandreyður (Balaenoptera borealis) í I. viðauka.
Hnúfubakur (Megaptera novaengliae) í I. viðauka.
Búrhvalur (Physeter macrocephalus/(catodon)) í I. viðauka.
Andanefja (Hyperoodon ampullatus) í I. viðauka.
Hrefna/hrafnreyður (Balaenoptera acutorostrata), Vestur-Grænlandsstofn skráður í II. viðauka, aðrir stofnar skráðir í I. viðauka.
Suðurskauta hrefna (Balaenoptera bonaerensis) í I. viðauka.
Marsvín/grindhvalur (Globicephala melas) í II. viðauka.
Háhyrningur (Orcinus orca) í II. viðauka.
Hnýðingur (Lagenorhyncus albirostris) í II. viðauka.
Leiftur (Lagenorhyncus acutus) í II. viðauka.
Hnísa (Phocoena phocoena) í II. viðauka.
Höfrungur/Léttir (Delphinus delphis) í II. viðauka.
Stökkull (Tursiops truncatus) í II. viðauka.
Hvalháfur (Rhincodon typus) í II. viðauka.
Beinhákarl (Cetorhinus maximus) í II. viðauka.
Hvítur hákarl (Carcharodon carcharias) í II. viðauka.
Hámeri (Lamna nasus) í II. viðauka.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er skv. 4. gr. laga um framkvæmd samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu, nr. 85/2000, öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 12. september 2014. |
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, |
Kristján Skarphéðinsson. |
Ásta Einarsdóttir.