Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

4/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 910, 30. nóvember 2001, um skýrsluskil vegna viðskipta með afla, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Við 6. gr. bætist nýr málsliður sem orðast svo:

Þó skal kaupandi afla sem kaupir afla sem boðinn er upp samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, senda skýrslur skv. 4. og 5. gr. vegna þess afla eigi síðar en 5 virkum dögum eftir að viðskipti áttu sér stað.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116/2006, um stjórn fisk­veiða, með síðari breytingum, laga nr. 55/1998, um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávar­afurða, með síðari breytingum, og lögum nr. 57/1996, um umgengni um nytja­stofna sjávar, með síðari breytingum, öðlast gildi 25. janúar 2010 og birtist til eftir­breytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 12. janúar 2010.

Jón Bjarnason.

Sigurgeir Þorgeirsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica