Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

282/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 396, 22. apríl 2005, um úthafsrækjuveiðar og notkun seiðaskilju við rækjuveiðar. - Brottfallin

1. gr.

Lokamálsgrein 3. gr. orðist svo:

Að minnsta kosti öftustu 8 metrar yfirpokans skulu vera með lágmarksmöskvastærð 135 mm að innanmáli.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 13. mars 2009.

F. h. r.
Steinar Ingi Matthíasson.

Þórður Eyþórsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica