1. gr.
1. gr. orðist svo:
Rétt til þess að stunda hvalveiðar í íslenskri fiskveiðilandhelgi og til að landa hvalafla, þótt utan landhelgi sé veitt, svo og til að verka slíkan afla, hafa þeir einir, er fengið hafa til þess leyfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Áður en leyfi er veitt, skal ráðherra leita umsagnar Hafrannsóknarstofnunarinnar.
Leyfi til veiða á hrefnu árin 2009, 2010, 2011, 2012 og 2013 skal veita þeim íslensku skipum, sem eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila, sem hafa stundað hrefnuveiðar í atvinnuskyni á árunum 2006-2008 eða félaga sem þeir hafa stofnað um slíka útgerð. Einnig skal veita leyfi þeim íslensku skipum sem eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila sem að mati ráðherra uppfylla neðangreind skilyrði til að fá leyfi til hrefnuveiða. Eingöngu þeim skipum sem sérútbúin eru til veiða á stórhvölum er heimilt að taka þátt í veiðum á langreyði árin 2009, 2010, 2011, 2012 og 2013.
Við mat á því hvort skip fullnægi skilyrðum til þess að fá leyfi til hrefnuveiða skal Fiskistofa ganga úr skugga um að eftirfarandi skilyrðum sé fullnægt:
Við veiðarnar skal nota búnað sem tryggir að hrefnur aflífist samstundis eða aflífun taki sem skemmstan tíma og valdi þeim sem minnstum þjáningum. Til að tryggja ofangreint skal Fiskistofa ganga úr skugga um að skip sem ætlað er til hrefnuveiða sé búið eftirfarandi veiðibúnaði:
Óheimilt er að nota skutul án skutulsprengju (kaldskutul). Einungis skal nota skutulsprengjur af gerðinni hvalgranat-99. Óheimilt er að hleypa af skoti án þess að skutulsprengja sé fest á skutulinn og lína fest í skutul í annan endann og í skipið í hinn endann.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 4. gr. laga nr. 26 3. maí 1949, um hvalveiðar, til að öðlast þegar gildi.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 6. apríl 2009.
F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.
Ásta Einarsdóttir.