Sjávarútvegsráðuneyti

814/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 382, 30. mars 2005. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

2. ml. 2. mgr. 5. gr. orðist svo: Leyfi til þessara veiða skulu bundin því skilyrði að fari hlutur bolfisks yfir 15% af heildarafla á hverju veiðitímabili, sbr 1. mgr., skal leggja gjald á viðkomandi útgerð vegna þess bolfiskafla sem umfram 15% er skv. lögum nr. 37/1992, um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla.


2. gr.

Við 8. gr. reglugerðarinnar bætist ný mgr. sem orðist svo: Við veiðar í dragnót í Faxaflóa er óheimilt að nota steinastiklara (rockhoppara) á fótreipi dragnótarinnar.


3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 6. gr. laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast gildi 12. september 2005.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 2. september 2005.


F. h. r.

Jón B. Jónasson.
Þórður Eyþórsson.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica