Þrátt fyrir ákvæði 1. gr. reglugerðar nr. 719, 27. september 2001, um bann við veiðum með fiskibotnvörpu á Vestfjarðamiðum án smáfiskaskilju eru allar veiðar með fiskibotnvörpu nema síldveiðar, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 867, 26. september 2005, um veiðar á íslenskri sumargotssíld, bannaðar á eftirgreindu svæði:
Með mál sem kunna að rísa út af brotum á reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála og varða brot viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast gildi 28. október 2005 og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.