Landbúnaðarráðuneyti

630/2007

Reglugerð um ólífrænan áburð. - Brottfallin

1. gr.

Innleiðing gerða.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2003/2003, frá 13. október 2003, sem vísað er til í XIV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 8/2005, frá 9. febrúar 2005 og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2076/2004 frá 3. des­ember, sem vísað er til í XIV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahags­svæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 61/2005, frá 30. apríl 2005, skulu öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og við­bótum sem leiðir af reglugerð þessari, II. viðauka samningsins, bókun 1 við samning­inn og öðrum ákvæðum hans.

2. gr.

Fylgiskjöl.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2003/2003 og reglugerð framkvæmda­stjórnarinnar (EB) nr. 2076/2004 eru birtar sem fylgiskjöl við reglugerð þessa.

3. gr.

Staðfesting kadmíuminnihalds.

Magn af kadmíum í ólífrænum áburði, sem inniheldur fosfór, má ekki fara yfir 50 mg kadmíum (Cd) pr. kg fosfór (P) (eða 22 mg Cd pr. kg P2O5). Sama gildir um ólífrænan áburð í blöndum.

Við skráningu skal leggja fram yfirlýsingu um kadmíuminnihald í ólífrænum áburði með fosfór. Í yfirlýsingu skal eftirfarandi koma fram:

  1. Lýsing á viðkomandi áburði.
  2. Staðfesting á að áburður innihaldi minna en 50 mg Cd pr. kg P (eða 22 mg Cd pr. kg P2O5).
  3. Undirskrift frá framleiðanda eða þeim aðila sem ber ábyrgð á dreifingu og sölu á áburðinum.

Yfirlýsing þessi skal fylgja á öllum heildsölustigum og hefur kaupandi rétt á að sjá hana.

4. gr.

Viðurlög.

Landbúnaðarstofnun getur fellt niður skráningu, skv. 4. og 5. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, ef vöruheiti er villandi eða ófullnægjandi eða hafi á einhvern hátt verið gefnar villandi upplýsingar um vöruna. Eiginleika vöru og gagnsemi hennar verður að vera hægt að sanna við sölu.

Brot gegn ákvæðum þessarar reglugerðar varða viðurlögum samkvæmt 9. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Með mál vegna brota gegn reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála.

5. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Landbúnaðarráðuneytinu, 26. júní 2007.

F. h. r.

Guðmundur B. Helgason.

Baldur P. Erlingsson.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica