Prentað þann 5. jan. 2025
145/2008
Reglugerð um breytingu á reglugerð um neysluvatn, nr. 536/2001.
1. gr.
4. mgr. 12. gr. liður a) orðist svo:
a) | reglubundnu eftirliti með rannsóknaþáttum sem tilgreindir eru í töflum 4 og 5 í viðauka I og samkvæmt lágmarkstíðni sem tilgreind er í töflu 6 í viðauka I eða töflu 7 ef um átappað vatn er að ræða. Matvælastofnun getur heimilað allt að 50% frávik frá lágmarkstíðni greininga sem tilgreind eru í töflu 6 fyrir mismunandi rannsóknaþætti í töflum 4 og 5 ef: |
- mæligildi úr sýnum sem tekin eru a.m.k. í 2 ár í röð eru stöðug og verulega lægri en hámarksgildin og
- ekkert hefur komið í ljós sem bendir til að spilli gæðum neysluvatnsins.
2. gr.
1. mgr. 19. gr. orðist svo:
Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og lögum nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum. Einnig var höfð hliðsjón af ákvæðum samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, sem vísað er til í XX. viðauka, II. kafla, 3. tölul., tilskipunar 75/440/EBE um kröfur varðandi gæði yfirborðsvatns í aðildarríkjunum sem nýtt er til drykkjar, 5. tölul. tilskipunar 79/869/EBE um mæliaðferðir og tíðni sýnatöku og greiningar á yfirborðsvatni sem nýtt er til drykkjar í aðildarríkjunum og 7. tölul. a) tilskipunar 98/83/EB um gæði neysluvatns. Einnig með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af XX. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Þá er reglugerðin sett að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, sbr. ákvæði 3. mgr. 9. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir.
3. gr.
Viðauki I., tafla 6, athugasemd nr. 3 orðist svo:
-
Matvælastofnun getur heimilað allt að 50% frávik frá lágmarkstíðni greininga sem tilgreind eru í töflu 6 fyrir mismunandi rannsóknaþætti í töflum 4 og 5 ef:
- mæligildi úr sýnum sem tekin eru a.m.k. í 2 ár í röð eru stöðug og verulega lægri en hámarksgildin;
- ekkert hefur komið í ljós sem líkur benda til að spilli gæðum neysluvatnsins.
4. gr.
Í stað heitisins "Hollustuverndar ríkisins" í 3. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar og sama heitis hvarvetna annars staðar í reglugerðinni komi, í viðeigandi beygingarfalli: "Matvælastofnun".
5. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga um matvæli, nr. 93/1995, með síðari breytingum.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 28. janúar 2008.
F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.
Baldur P. Erlingsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.