Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

206/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 18, 14. janúar 2008, um heimild færeyskra skipa til veiða á kolmunna við Ísland á árinu 2008. - Brottfallin

1. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Fiskiskipum sem leyfi hafa fengið til veiða í fiskveiðilandhelgi Íslands, er skylt að halda afladagbækur um veiðarnar sem uppfylla ákvæði um afladagbækur samkvæmt kafla III og viðauka IV í reglum Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC). Staðfestar upplýsingar um landaðan afla einstakra skipa hvers mánaðar, sundurliðaðar eftir fisk­tegundum og löndunardögum, ásamt afritum úr afladagbókum, skal senda Fiskistofu eigi síðar en 14 dögum eftir hver mánaðamót.

Veiðarfæri sem ætluð eru til annarra veiða en kolmunnaveiða, skulu geymd í sérstakri veiðarfærageymslu.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 22, 8. apríl 1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 21. febrúar 2008.

F. h. r.

Steinar Ingi Matthíasson.

Þórður Eyþórsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica