Eftirfarandi breytingar eru gerðar á viðauka reglugerðarinnar:
a) Í stað orðsins "VIÐAUKI" komi VIÐAUKI 1.
b) Í 2. flokk, Steinefni, bætist við nýtt efnisatriði á eftir orðinu KALSÍUM:
Notkunarskilyrði
|
||
Allt sérfæði
|
SSLT
|
|
-súlfat |
x
|
c) Við 3. flokk, Amínósýrur, bætist eftirfarandi:
Notkunarskilyrði
|
||
Allt sérfæði
|
SSLT
|
|
-L-serín |
x
|
|
-L-arginín-L-aspartat |
x
|
|
-L-lýsín-L-aspartat |
x
|
|
-L-lýsín-L-glútamat |
x
|
|
-N-asetýl-L-systein |
x
|
|
-N-asetýl-L-meþíonín |
x í vörur ætlaðar einstaklingum eldri en 1 árs
|
d) Við 4. flokk, Karnitín og tárín, bætist eftirfarandi:
Notkunarskilyrði
|
||
Allt sérfæði
|
SSLT
|
|
-L-karnitín-L-tartrat |
x
|
º
Við reglugerðina bætist eftirfarandi viðauki:
E-VÍTAMÍN
-D-alfa-tókóferól pólýetýlenglýkól 1000 súksínat
2. flokkur.
Steinefni
BÓR
-bórsýra
-natríum bórat
KALSÍUM
-klóbundin amínósýra
-pídolat
KRÓM
-klóbundin amínósýra
KOPAR
-klóbundin amínósýra
JÁRN
-ferróhýdroxíð
-ferrópídolat
-klóbundin amínósýra
SELEN
- efnabætt ger
MAGNESÍUM
-klóbundin amínósýra
-pídolat
SINK
-klóbundin amínósýra
5. gr. verður svohljóðandi:
Einungis er heimilt að nota næringarefnin sem skráð eru í viðauka 1 við framleiðslu á sérfæði. Notkun efnanna skal vera í samræmi við sérákvæði sem um þessi efni gilda og tilgreind eru í 12. gr.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er heimilt, fram til 31. desember 2006, að nota vítamín og steinefni sem koma fram í viðauka 2 að því tilskyldu að:
1. | Viðkomandi efni sé notað í einni eða fleiri vörum sem eru á markaði á Evrópska efnahagssvæðinu við gildistöku reglugerðarinnar. |
2. | Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) hafi ekki gefið neikvætt álit að því er varðar notkun efnanna við framleiðslu á sérfæði. |
Notkun næringarefna í sérfæði skal leiða til framleiðslu öruggra vara sem fullnægja sérstökum næringarþörfum þeirra sem sérfæðið er ætlað eins og viðurkennd vísindagögn segja til um.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga um matvæli nr. 93/1995 sbr. lög um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum og til innleiðingar á tilskipunum 2004/5/EB og 2004/6/EB sem vísað er til í tölul. 54zzi, XII. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 124/2004, þann 24. september 2004.
Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.