Sjávarútvegsráðuneyti

537/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða nr. 233, 30. mars 1999, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Við 8. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður sem verður 5. töluliður:

5. Fiskiskip undir 15 brúttótonnum skulu undanþegin þeirri skyldu að hafa samning við faggilta skoðunarstofu. Fiskistofa annast eftirlit með því að þessi skip uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til hreinlætis, búnaðar og meðferðar afla samkvæmt reglugerð þessari.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. laga nr. 55, 10. júní 1998, um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða og öðlast þegar gildi. Jafnframt er felld úr gildi reglugerð nr. 429/1992 um fyrirkomulag eftirlits með sjávarafurðum.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 2. júní 2005.

F. h. r.
Vilhjálmur Egilsson.
Guðríður M. Kristjánsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica