Umhverfisráðuneyti

727/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 735/1997 um ungbarnablöndur og stoðblöndur. - Brottfallin

727/2001

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 735/1997 um ungbarnablöndur og stoðblöndur.

1. gr.

Liður 5.3. Önnur steinefni, í VIÐAUKA II, Samsetning stoðblandna verður svohljóðandi:

5.3. Önnur steinefni.
"Styrkleikinn er að minnsta kosti sá sami og venjulega er í kúamjólk, minnkaður þar sem við á, í sama hlutfalli og próteinstyrkleiki stoðblandnanna gagnvart próteinstyrkleika kúamjólkur." Dæmigerð samsetning kúamjólkur er sýnd til leiðbeiningar í VIÐAUKA VI.
5.3.1 Viðmiðunargildi fyrir hámark annarra steinefna í stoðblöndum.
Í 100 kJ
Í 100 kkal
Hámark
Hámark
Natríum (mg)
Kalíum (mg)
Klóríð (mg)
Kalsíum (mg)
Fosfór (mg)
Magnesíum (mg)
Kopar (µg)
Selen (µg)
14
35
29
60
22
3,6
29
0,7
60
145
125
250
90
15
120
3


2. gr.
Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 18. gr. laga nr. 93/1995, um matvæli, og lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum. Reglugerðin er sett með hliðsjón af XII. kafla II. viðauka EES-samningsins (tilskipun nr. 91/321/EBE og tilskipun nr. 96/4/EB). Reglugerðin öðlast þegar gildi.


Umhverfisráðuneytinu, 18. september 2001.

Siv Friðleifsdóttir.
Ingimar Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica