Við 2. gr. bætist:
Varnarefnaleifar eru leifar af varnarefnum í ungbarnablöndum og stoðblöndum ásamt umbrots-, niðurbrots- eða myndefnum þeirra.
Í stað 3. gr. kemur:
Ungbarnablöndur og stoðblöndur skulu ekki innihalda nein efni í því magni að heilsu ungbarna og smábarna geti stafað hætta af. Samanlagt magn varnarefnaleifa skal ekki vera hærra en 0,01 mg/kg af vörunni, eins og hún er framleidd tilbúin til neyslu eða blönduð samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda. Aðferðir við greiningu á magni varnarefnaleifa skulu vera almennt viðurkenndar og staðlaðar.
Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum. Einnig var höfð hliðsjón af ákvæðum samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, sem vísað er til í II. viðauka, XII. kafla, tilskipunar nr. 1999/50/EB.
Veittur er frestur til 1. júlí 2002 til að koma á nauðsynlegum breytingum. Hafi breytingar til samræmis við ákvæði reglugerðarinnar ekki verið gerðar að þeim tíma liðnum er sala vörunnar óheimil.