Reglugerð þessi gildir um mjólkurprótein samanber skilgreiningu í 2. gr. og blöndur þeirra. Hún gildir þó ekki um slíkar vörur sem ætlaðar eru til útflutnings til ríkja utan Evrópsks efnahagssvæðis.
Kasein er í reglugerð þessari hreinsað og þurrkað mjólkurprótein, óleysanlegt í vatni og fengið úr undanrennu við útfellingu með einhverri eftirtalinna aðferða:
Heimilt er að beita jónaskipta- eða þykkingaraðferðum fyrir útfellingu.
Kaseinöt eru afurðir fengnar með því að þurrka kasein, sem hefur verið hlutleyst.
Við framleiðslu og markaðssetningu skulu mjólkurprótein uppfylla þau skilyrði sem fram koma í viðauka. Framleiðandi eða innflytjandi er ábyrgur fyrir því að þessum skilyrðum sé fullnægt.
Hráefni sem notað er til framleiðslu á kaseinum og kaseinötum skal hitameðhöndlað þannig að fosfatasi verði óvirkur.
Kasein og kaseinöt skal merkja samkvæmt reglugerð nr. 588/1993 um merkingu, auglýsingu og kynningu matvæla. Auk þess skulu eftirfarandi skilyrði uppfyllt þar sem við á:
Fullnægjandi er að upplýsingar um magn próteina, nettóþyngd og heiti og heimilisfang framleiðanda eða dreifingaraðila komi aðeins fram í fylgiskjölum. Þegar um stórar einingar er að ræða, er heimilt að láta þessa undanþágu einnig ná til upplýsinga um katjónir og merkingu framleiðslulotu eða aðra sambærilega merkingu, sem segir til um rekjanleika vörunnar.
Heilbrigðisnefndir hafa undir yfirumsjón Hollustuverndar ríkisins, hver á sínum stað, eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt.
Sýnataka á kaseinum og kaseinötum skal vera í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins nr. 86/424/EBE frá 15. júlí 1986.
Aðferðir til greiningar á kaseinum og kaseinötum skulu vera í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins nr. 85/503/EBE frá 25. október 1985.
Með brot gegn reglugerð þessari skal farið samkvæmt lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, með síðari breytingum, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. Með mál sem rísa út af brotum gegn reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála.
Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigiðseftirlit, með síðari breytingum og öðlast gildi við birtingu. Einnig var höfð hliðsjón af ákvæðum samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, sem vísað er til í II. viðauka XII. kafla, 32. tölul., tilskipun 83/417/EBE um tiltekin mjólkurprótein (kasein og kaseinöt) sem ætluð eru í matvæli, 35. tölul., tilskipun 85/503/EBE um greiningaraðferðir á ætum kaseinum og kaseinötum og 40. tölul., tilskipun 86/424/EBE um aðferðir við sýnatöku fyrir efnagreiningu á tilteknum ætum kaseinum og kaseinötum. Einnig með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.
Umhverfisráðuneytið, 6. júlí 1995.
Guðmundur Bjarnason.
Ingimar Sigurðsson.
Sjá B-deild Stjórnartíðinda.