Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Sjávarútvegsráðuneyti

224/2003

Reglugerð um takmarkanir á heimild til veiða á sæbjúgum. - Brottfallin

1. gr.

Allar veiðar með plógum á sæbjúgum í fiskveiðilandhelgi Íslands eru óheimilar. Ráðuneytinu er þó heimilt að veita tímabundin leyfi til tilraunaveiða á sæbjúgum samkvæmt 13. gr. laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.


2. gr.

Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt 16. gr. laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands


3. gr.

Reglugerð þessi er gefin út með stoð í lögum nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum sem hlut eiga að máli.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 26. mars 2003.

Árni M. Mathiesen.
Jón B. Jónasson.

Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica