12. gr. skal orðast með eftirfarandi hætti: "Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 55 10. júní 1998, um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða.
Við gerð þessarar reglugerðar var höfð hliðsjón af reglugerð ráðherraráðs Evrópusambandsins nr. 2406/96 (um ferskfiskmat), tilskipunum ráðherraráðs Evrópusambandsins nr. 91/493 (um hollustuhætti við vinnslu og dreifingu fisks og fiskafurða), nr. 95/71 (um breytingar á viðauka við tilskipun 91/493), nr. 92/48 (um fiskiskip), ákvörðunum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, nr. 93/51 (um örverurannsóknir), nr. 93/140, (um sníkjudýr), nr. 94/356 (um innra eftirlit framleiðenda) og nr. 95/149 (um niðurbrotsefni, TVB) og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 466/2001(um hámark aðskotaefna í matvælum)".
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.