Sjávarútvegsráðuneyti

391/2000

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 260, 15. apríl 1999, um veiðar, meðferð, vinnslu og dreifingu lifandi samloka. - Brottfallin

1. gr.

Á eftir 22. tölul. 1. gr. kemur nýr töluliður er verður 23. tölul. sem orðast svo: Veiðimaður: Sérhver einstaklingur eða lögaðili sem veiðir lifandi samlokur á veiðisvæði í því skyni að meðhöndla þær og setja á markað.

 

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr.:

a.  1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Leyfi til vinnslu lifandi samloka til manneldis skal háð því að uppfyllt séu almenn skilyrði laga ásamt eftirfarandi skilyrðum:

b.  Á eftir 1. málsl. 1. tölul. 1. mgr. bætist nýr málsliður sem orðast svo: Ef um hörpudisk (pectinidae) er að ræða, þá gildir 1. málsl. aðeins ef um er að ræða fiskeldisafurðir eins og þær eru skilgreindar í reglugerð nr. 233 30. mars 1999, um hollustuhætti við meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafla og fiskafurða.

 

3. gr.

Í stað orðsins „umlagningarsvæði“ í 1. málsl. 2. mgr. 6. gr. kemur: umlagningarsvæði/ hreinsistöð.

 

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr.:

a.  2. mgr. orðast svo: Fiskistofa ákveður hvaða svæði eru viðurkennd til veiða á samlokum samkvæmt prófunum á samlokum, sjósýnum og aðstæðum almennt. Veiðisvæði skulu ekki viðurkennd til veiða á samlokum nema að undangenginni heilnæmiskönnun sem staðfestir að þau uppfylli kröfur í 26. gr. og viðauka 1 og að fram fari reglubundið eftirlit.

b.  Á eftir 2. mgr. kemur ný mgr. sem orðast svo: Fiskistofa skal tilkynna þeim aðilum sem þessi reglugerð varðar, einkum framleiðendum og stjórnendum veiða, hreinsunar- og afgreiðslustöðva, um endimörk veiði- og umlagningarsvæða, svo og þegar í stað um allar breytingar á endimörkum veiðisvæða og tímabundna eða endanlega lokun á þeim.

 

5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr.:

a.  5. tölul. 1. mgr. orðast svo: Vinnsluleyfisnúmer veiðiskips og nafn og heimilisfang veiðimanns.

b.  2. málsl. 3. mgr. orðast svo: Merkisspjald fyrir hverja lotu af lifandi samlokum skal vera undirritað af veiðimanni og vera með dagsstimpli við afhendingu til afgreiðslu- eða hreinsistöðvar, umlagningarsvæðis eða vinnslustöðvar og skulu veiðimaður og stjórnendur slíkra stöðva, svæða eða starfsstöðva halda því til haga í að minnsta kosti 12 mánuði.

 

6. gr.

Í stað orðanna „og 91/493“ í 34. gr. kemur: 91/493 og 97/61.

 

7. gr.

Ákvæði til bráðabirgða fellur brott.

 

8. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á viðauka I.

a.  Við 6. tölul. bætist: af domoic-sýru í hverju grammi, greint með HPLC-aðferð.

b.  7. tölul. orðast svo: Sýnataka og prófanir skulu gerðar samkvæmt frekari leiðbeiningum frá Fiskistofu.

c.  8. tölul. fellur brott.

 

9. gr.

Við 8. tölul. í kafla B í viðauka 2 bætist: sbr. 13. gr. reglugerðarinnar, ásamt öðrum upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að tryggja rekjanleika vörunnar.

 

10. gr.

14. tölul. í viðauka 3 orðast svo: Vinnslustöðvar sem flytja lifandi samlokur til annarra vinnslustöðva skulu láta merkisspjald fylgja með, sbr. 13. gr. reglugerðarinnar ásamt upplýsingum um tímalengd meðhöndlunar í hreinsistöð/umlagningarsvæði svo og aðrar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að tryggja rekjanleika vörunnar.

 

11. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum nr. 55/1998 um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða, tekur þegar gildi.

 

Sjávarútvegsráðuneytinu, 26. maí 2000.

 

Árni M. Mathiesen.

Þorsteinn Geirsson. 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica