Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

732/2020

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 580/2012 um framleiðslu og markaðssetningu aðila undir smáræðismörkum á matvælum og afhendingu frumframleiðenda á litlu magni matvæla beint til neytenda og staðbundinna smásölufyrirtækja.

1. gr.

Á eftir 5. tölul. 1. mgr. 2. gr. kemur nýr 6. tölul. sem hljóðar svo: Afhendingu Umhverfis­stofn­unar á hreindýrakjöti beint til neytenda eða til smásölufyrirtækis sem afhendir beint til neyt­enda, sbr. 7. gr. a.

 

2. gr.

Á milli orðanna "varðandi" og "hollustuhættir" í 4. mgr. 4. gr. bætist orðið: sjúkdóma.

 

3. gr.

Við 7. gr. a bætist ný 2. mgr. svohljóðandi: Umhverfisstofnun er heimilt að afhenda að hámarki 1.500 kg. af hreindýrakjöti af dýrum frá hverju veiðitímabili, sem falla eða eru felld vegna slysaskota eða sem stofnunin lætur veiða í samræmi við reglugerð um stjórn hreindýraveiða, beint til neytenda eða til smásölufyrirtækis sem afhendir beint til neytenda.

 

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 2. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breyt­ingum og öðlast þegar gildi.

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 3. júlí 2020.

 

Kristján Þór Júlíusson

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Linda Fanney Valgeirsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica