1. gr.
Í viðauka við reglugerðina breytist í 2. Reglur um kynbótasýningar undirkaflinn Starfsfólk og verksvið þess og verður eftir breytingu svohljóðandi:
2. gr.
Í viðauka við reglugerðina breytist 1. mgr. 4. Skrokkmál og verður eftir breytingar svohljóðandi:
Stóðhestar, hryssur og geldingar skulu mældir með bandi, stöng, boga og skíðmáli á eftirtalinn hátt:
3. gr.
Í viðauka við reglugerðina breytist stigunarkvarði vegna einkunnanna 8,0 og 7,5 í 5. Stigunarkvarði einstaklingsdóma í undirkaflanum Tölt, og verður eftir breytingu svohljóðandi:
a) 8,0:
-Taktgott tölt með góðu afturfótastigi, lyfta og framgrip framfóta er ekki undir meðallagi, allgóð ferð.
-Taktgott tölt með góðu afturfótastigi, góðri lyftu og framgripi framfóta en töltferð er í meðallagi.
-Rúmt lyftingargott, framtaksmikið tölt en um nokkra taktgalla er að ræða þegar komið er á ferð.
-Fremur stutt afturfótastig en lyfta og framgrip framfóta er mikið, hreinir taktgallar eru ekki til staðar, hrossið nær góðri töltferð.
-Til að einkunnin 8,0 náist þarf einkunn fyrir hægt tölt að vera að lágmarki 7,0.
b) 7,5:
-Taktgott tölt en nokkuð skortir á rými þess og glæsileik.
-Taktgott tölt, rúmt en reisnarlítið (lággengni).
-Rúmt, lyftingar- og framgripsmikið tölt en um talsverða taktgalla er að ræða á hægu- og milliferðartölti.
-Tölt með stuttu afturfótastigi en lyfta og framgrip fóta er mikið og allgóð ferð næst.
-Hámarkseinkunn ef ekki er sýnt hægt tölt.
-Hámarkseinkunn ef eingöngu er sýnt hægt tölt.
4. gr.
Í viðauka við reglugerðina, breytist stigunarkvarði vegna einkunnanna 8,0 og 7,5 í 5. Stigunarkvarði einstaklingsdóma í undirkaflanum Stökk og verður eftir breytingu svohljóðandi:
a) 8,0:
-Sniðgott stökk, stökkferð í meðallagi.
-Ferðmikið stökk, snið í meðallagi.
-Til að einkunnin 8,0 náist þarft hægt stökk að vera minnst 7,0.
b) 7,5:
-Þokkalegt stökk með sæmilegu sniði og stökkferð í meðallagi.
-Stökkferð og snið (taktur, svif og mýkt) geta vegið upp vankanta hvort á öðru.
-Hámarkseinkunn ef eingöngu er sýnt hægt stökk.
-Hámarkseinkunn ef ekki er sýnt hægt stökk.
5. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í búnaðarlögum nr. 70/1998, ásamt síðari breytingum og öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 8. maí 2018.
Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Elísabet Anna Jónsdóttir.