1. gr.
Á eftir 7. gr. kemur ný grein, 7. gr. a. svohljóðandi:
Gjald fyrir umsókn um rekstrarleyfi í fiskeldi (ný umsókn, breytt tegund, stækkun) skal vera sem hér segir og er umsókn ekki tekin til afgreiðslu fyrr en gjaldið hefur verið greitt:
Rekstrarleyfisflokkar* | Umsókn um rekstrarleyfi kr. |
1. flokkur - landeldi/strandeldi < 20 t | 150.264 |
2. flokkur - landeldi/strandeldi > 20 t | 192.004 |
3. flokkur - sjókvíaeldi, áframeldi, þorskur | 250.440 |
4. flokkur - sjókvíaeldi, laxfiskar < 200 t | 292.180 |
5. flokkur - sjókvíaeldi, laxfiskar > 200 t | 333.920 |
* Skýringar við hvern flokk eru til viðmiðunar.
Fyrir aðra vinnu vegna rekstrarleyfa fiskeldis, meðal annars endurnýjun rekstrarleyfis, framsal, breytingu á staðsetningu búnaðar innan starfssvæðis o.fl., skal greitt tímagjald skv. 8. gr. Hið sama gildir um eftirlit í fiskeldi.
2. gr.
1. mgr. 11. gr. orðast svo:
Reglugerð þessi er sett með heimild í eftirfarandi ákvæðum laga: 25. og 26. gr. laga um matvæli nr. 93/1995, 11. gr. laga um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr nr. 66/1998, 11. og 17. gr. laga um slátrun og sláturafurðir nr. 96/1997, 31. og 31. gr. a. laga um sjávarafurðir nr. 55/1998, 8. og 8. gr. a. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, 15. gr. laga nr. 90/2011 um skeldýrarækt, 33. gr. laga nr. 55/2013 um velferð dýra og 14. og 14. gr. a. laga nr. 71/2008 um fiskeldi.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í eftirfarandi ákvæðum laga: 25. og 26. gr. laga um matvæli nr. 93/1995, 11. gr. laga um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr nr. 66/1998, 11. og 17. gr. laga um slátrun og sláturafurðir nr. 96/1997, 31. og 31. gr. a. laga um sjávarafurðir nr. 55/1998, 8. og 8. gr. a. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, 15. gr. laga nr. 90/2011 um skeldýrarækt, 33. gr. laga nr. 55/2013 um velferð dýra og 14. og 14. gr. a. laga nr. 71/2008 um fiskeldi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 10. september 2015.
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Eggert Ólafsson.
Baldur Arnar Sigmundsson.