Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

709/2015

Reglugerð um bann við línuveiðum á Fljótagrunni. - Brottfallin

1. gr.

Allar línuveiðar eru bannaðar á svæði á Fljótagrunni sem markast af línu sem dregin er milli eftirgreindra punkta:

1.  66°07,00´N - 19°05,00´V
2.  66°07,00´N - 19°34,00´V
3.  66°14,00´N - 19°26,00´V
4.  66°14,00´N - 19°13,00´V
5.  66°11,00´N - 18°58,00´V

Að austan markast svæðið af fjöruborði meginlandsins.

2. gr.

Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiði­landhelgi Íslands, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi og jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 742, 1. september 2009, um bann við línu- og handfæraveiðum á Fljótagrunni.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 11. ágúst 2015.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Erna Jónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica