Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

639/2015

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 205/2012 um botnfiskveiðar færeyskra skipa í íslenskri fiskveiðilandhelgi. - Brottfallin

1. gr.

12. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Færeysk skip sem stunda veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands samkvæmt reglugerð þessari skulu hlíta ákvæðum 1aga nr. 22/1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, nema annað sé sérstaklega ákveðið í reglugerð þessari og sömu reglum og íslensk skip við sams konar veiðar, m.a. um veiðibann, friðunarsvæði og aðra lokun svæða.

Heimilt er að frysta hausaðan og slægðan afla um borð. Frekari vinnsla á afla um borð er óheimil. Aflatölur skal miða við fisk upp úr sjó. Við útreikning á afla um borð í afla upp úr sjó skal margfalda með eftirtöldum umreiknistuðlum.

 

Úr hausuðum og slægðum
í fisk upp úr sjó

Úr slægðum
í fisk upp úr sjó

 

með
klumbubeini

án
klumbubeins

 

Keila

1,39

1,47

1,11

Langa

1,47

1,62

1,25

Blálanga

1,47

1,62

1,25

Steinbítur

1,59

1,66

1,11

Grálúða

1,46

1,46

1,09

Lúða

1,36

1,36

1,09

Karfi

1,64

1,82

1,06

Þorskur

1,59

1,83

1,19

Ýsa

1,53

1,78

1,19

Ufsi

1,43

1,68

1,19

Hlýri

1,59

1,66

1,11

Skipum við handfæra- eða línuveiðar er óheimilt að hafa um borð veiðarfæri sem nota má til annarra fiskveiða.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 22/1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 29. júní 2015.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Ásta Einarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica