Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

640/2015

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 736/2009, um úthlutun aflaheimilda í þorski vegna tilrauna við föngun fisks til áframeldis og framkvæmd þess. - Brottfallin

1. gr.

1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Fiskveiðiárið 2015/2016 hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til sérstakrar ráðstöfunar aflaheimildir sem nema 250 lestum af óslægðum þorski, sem ráðstafað skal til tilrauna með áframeldi á þorski.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "31. mars ár hvert" í 1. mgr. 3. gr. kemur: 10. ágúst.

  2. Í stað 1. málsl. 4. mgr. koma tveir nýir málsl. sem orðast svo: Við mat á umsóknum þorskeldisfyrirtækja skal höfð til viðmiðunar frammistaða fyrirtækisins á síðasta fiskveiðiári, ef um er að ræða fyrirtæki sem einnig hafa fengið úthlutað aflaheimildum á því fiskveiðiári, m.a. með hliðsjón af framleiðslu (lífþungaaukningu í eldinu). Í þeim tilvikum þar sem framleiðsla er neikvæð er heimilt að taka mið af meðaltali síðustu þriggja ára.

  3. 4. málsl. 4. mgr. fellur brott.

  4. 6. málsl. 4. mgr. fellur brott.

3. gr.

2. málsl. 2. mgr. 8. gr. fellur brott.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 10. júlí 2015.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Hinrik Greipsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica