Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

1010/2014

Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 214/2010 um humarveiðar. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Við reglugerðina bætist svohljóðandi bráðabirgðaákvæði:

Þrátt fyrir 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar er skipum heimilt að stunda humarveiðar til og með 22. desember 2014.

Veiðieftirlitsmenn skulu vera um borð í skipum sem stunda veiðar á þessu tímabili eins lengi og þurfa þykir, samkvæmt nánari fyrirmælum Fiskistofu. Tilkynna skal Fiskistofu um fyrirhugaða brottför eigi síðar en einum virkum degi fyrir upphaf veiðiferðar.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 17. nóvember 2014.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica