Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

239/2014

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 190/2011 um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum. - Brottfallin

1. gr.

1. ml. 1. mgr. 5. gr. skal orðast svo: Markaður fyrir greiðslumark mjólkur skal haldinn þrisvar á ári; þann 1. apríl, þann 1. september og þann 1. nóvember.

2. gr.

2. ml. 2. mgr. 5. gr. skal orðast svo: Tilboðin skulu hafa borist til Matvælastofnunar eigi síðar en þann 25. mars þegar markaður er haldinn 1. apríl, þann 25. ágúst þegar markaður er haldinn 1. september og þann 25. október þegar markaður er haldinn 1. nóvember.

3. gr.

2. ml. 2. mgr. 8. gr. skal orðast svo: Aðilaskipti sem fara fram á markaði í apríl og september skulu taka gildi frá og með 1. janúar á yfirstandandi verðlagsári.

1. ml. 3. mgr. 8. gr. skal orðast svo: Við aðilaskipti að greiðslumarkaði í apríl og september skal seljandi endurgreiða A-greiðslur vegna yfirstandandi verðlagsárs sem svarar til þess magns sem selt er.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 82. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 6. mars 2014.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Halldór Runólfsson.

Rebekka Hilmarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica