Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

169/2013

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 843/2011, um bann við dragnótaveiðum í fjörðum Vestfjarða. - Brottfallin

1. gr.

Í stað dagsetningarinnar "1. apríl" í 2. mgr. 7. tl. 2. gr. kemur: til og með 31. maí.

2. gr.

Í stað dagsetningarinnar "1. apríl" í 2. mgr. 8. tl. 2. gr. kemur: til og með 31. maí.

3. gr.

Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands með síðari breytingum. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 11. febrúar 2013.

F. h. r.

Jóhann Guðmundsson.

Hrefna Karlsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica