Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

41/2013

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 580/2012 um framleiðslu og markaðssetningu aðila undir smáræðismörkum á matvælum og afhendingu frumframleiðenda á litlu magni matvæla beint til neytenda og staðbundinna smásölufyrirtækja.

1. gr.

Á eftir 3. tl. í 1. mgr. 2. gr. kemur nýr töluliður:

  1. Afhendingu frumframleiðenda á eggjum frá allt að 100 alifuglum, eða á eggjum allt að 1.600 kg á ári og dreifa þeim heilum og óunnum beint til neytenda.

2. gr.

Við orðskýringar í 3. gr. bætist:

Alifuglar: Aldir fuglar, þ.m.t. fuglar sem ekki eru taldir til húsdýra en eru aldir sem húsdýr.

Heil egg: Egg með óbrotna skurn.

Óunnin egg: Egg alifugla í skurn sem ekki hafa verið þvegin eða meðhöndluð á annan hátt.

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 2. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breyt­ingum og öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 18. janúar 2013.

F. h. r.

Halldór Runólfsson.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica