Prentað þann 29. mars 2025
651/2012
Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð um fæðubótarefni, nr. 624/2004.
1. gr.
3. gr. orðist svo:
Við framleiðslu á fæðubótarefnum er eingöngu heimilt að nota þau vítamín og steinefni sem fram koma í I. viðauka reglugerðar EB nr. 1170/2009 sem innleidd var með reglugerð 1166/2011 og á því formi sem fram kemur í II. viðauka sömu reglugerðar.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 6. gr.
- Í stað orðanna ,,viðauka 1" í 1. mgr. kemur: I. viðauka reglugerðar EB nr. 1170/2009 sem innleidd var með reglugerð 1166/2011.
-
2. mgr. orðist svo:
Uppgefið magn vítamína og steinefna og annarra efna með næringar- eða lífeðlisfræðileg áhrif í merkingu næringargildis skal vera það magn sem gefið er upp á merkimiða sem ráðlagður daglegur neysluskammtur. Magn vítamína og steinefna skal einnig gefið upp sem hlutfall af ráðlögðum dagskammti (RDS) eins og við á skv. reglugerð um merkingu næringargildis matvæla, V. viðauka reglugerðar um barnamat fyrir ungbörn og smábörn og viðauka VII reglugerðar um ungbarnablöndur og stoðblöndur.
3. gr.
Viðaukar 1 og 2 falla brott.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum um matvæli nr. 93/1995, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 20. júlí 2012.
F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.
Baldur P. Erlingsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.