1. gr.
Við 3. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Við veiðarnar skal makrílafli ekki fara yfir 25% af heildarafla hvers skips fyrir tímabilið 29. ágúst til og með 31. desember 2012, sem dregst frá aflaheimild skipsins skv. reglugerð nr. 329/2012 um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2012.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 28. ágúst 2012.
F. h. r.
Jóhann Guðmundsson.
Arnór Snæbjörnsson.