1. gr.
Í stað tölunnar "6" í 8. gr. reglugerðarinnar kemur: 4.
2. gr.
12. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Óheimilt er að stunda veiðar á botnfisktegundum með grásleppu- og/eða rauðmaganetum. Verði um óeðlilega veiði á skötuseli að ræða þannig að magn skötusels í þorskígildum talið sé ítrekað svipað eða meira en magn grásleppu- og/eða rauðmagaaflans í þorskígildum talið er Fiskistofu heimilt að svipta viðkomandi skip leyfi til grásleppu- og/eða rauðmagaveiða.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og lögum nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 18. apríl 2012.
F. h. r.
Jóhann Guðmundsson.
Arnór Snæbjörnsson.