Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

593/2011

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 509/2004 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins. - Brottfallin

1. gr.

6. gr. orðist svo:

Gæludýrafóður.

Leyfður er innflutningur á gæludýrafóðri sem meðhöndlað hefur verið á eftirfarandi hátt og staðfesting þess efnis kemur fram á yfirlýsingu framleiðanda við skráningu vörunnar komi hún frá EES-svæðinu, sbr. 5. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, eða þegar um 3ju ríki er að ræða, á vottorði sem ESB viðurkennir og framvísað er við innflutning:

  1. nagbein úr skinnum eða leðri hafi verið hituð nægilega til að drepa smitandi lífverur (þ.m.t. salmonellu),
  2. niðursoðið fóður hafi verið hitað að lágmarki 3.0 í Fc gildi í loftþéttum umbúðum,
  3. mjólkurvörur hafi verið gerilsneyddar,
  4. annað gæludýrafóður en nefnt er hér að ofan hafi verið hitað upp í kjarnahita a.m.k. 90°C.

Innflytjandi skal tilkynna Matvælastofnun um innflutninginn með minnst 48 klst. fyrirvara, sbr. 7. viðauka reglugerðar nr. 340/2001, með síðari breytingum.

2. gr.

5. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, ásamt síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 14. júní 2011.

Jón Bjarnason.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica