Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

765/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 233, 4. mars 2011, um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2011, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

3. málsl. 1. mgr. 8. gr. orðist svo:

Jafnframt er heimilt að fengnu leyfi Fiskistofu að landa óvigtuðum makríl um borð í vinnsluskip eða flutningaskip í íslenskri lögsögu, enda sé tryggt að skráning og vigtun afla sé fullnægjandi að mati Fiskistofu.

2. gr.

Við 8. gr. bætist ný málsgrein er verður lokamálsgrein, svohljóðandi:

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er skipum sem falla undir 2. og 3. tölul. 1. mgr. 2. gr. óheimilt frá og með 2. ágúst 2011, að landa og dæla úr veiðarfærum óvigtuðum makríl um borð í vinnsluskip og flutningaskip.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 28. júlí 2011.

F. h. r.

Jóhann Guðmundsson.

Indriði B. Ármannsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica