Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

822/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 717, 6. október 2000, um veiðar á gulllaxi. - Brottfallin

1. gr.

2. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Gulllaxveiðar eru aðeins heimilar á svæði undan Vestur- og Suðurlandi vestan 19°30,00´ V og sunnan 66°50,00´ N á dýpra vatni en 220 föðmum. Á svæði milli 19°30,00´ V og 12°00,00´ V eru veiðar jafnframt heimilar sunnan línu sem dregin er um eftirgreinda punkta:

  1. 63°19,00´ N - 19°30,00´ V
  2. 63°20,00´ N - 19°20,00´ V
  3. 63°15,00´ N - 19°00,00´ V
  4. 63°11,00´ N - 18°10,00´ V
  5. 63°11,00´ N - 17°53,00´ V
  6. 63°16,00´ N - 17°10,00´ V
  7. 63°20,00´ N - 16°35,00´ V
  8. 63°22,00´ N - 16°29,00´ V
  9. 63°24,00´ N - 16°00,00´ V
  10. 63°28,00´ N - 15°41,00´ V
  11. 63°29,00´ N - 15°30,00´ V
  12. 63°34,00´ N - 15°00,00´ V
  13. 63°35,00´ N - 14°42,00´ V
  14. 63°45,00´ N - 14°12,00´ V
  15. 63°49,00´ N - 14°00,00´ V
  16. 63°58,00´ N - 13°33,00´ V
  17. 64°01,00´ N - 13°10,00´ V
  18. 64°30,00´ N - 12°00,00´ V

Ofangreind heimild veitir skipinu aðeins rétt til að stunda veiðar á þeim svæðum sem því er heimilt að stunda veiðar með botn- og flotvörpu, samkvæmt 5. gr. laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með þeim takmörkunum sem slíkum veiðum eru settar í sérstökum reglugerðum og skyndilokunum.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. Jafnframt eru felldar úr gildi reglugerðir nr. 1138, 19. desember 2005 og 818, 1. október 2009, um veiðar á gulllaxi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 5. september 2011.

F. h. r.

Jóhann Guðmundsson.

Indriði B. Ármannsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica