Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

842/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 689, 7. júlí 2011, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2011/2012, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

c. liður 6. mgr. 9. gr. orðist svo:

Hámarksheimild skips af sjávarafla, annars en uppsjávarafla, skal skiptast á fjögur þriggja mánaða tímabil á fiskveiðiárinu og vera 5% af lönduðum afla skips á hverju tímabili. Ekki er heimilt að flytja ónýttar heimildir milli tímabila innan fiskveiðiárs.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er skv. ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 14. september 2011.

F. h. r.

Indriði B. Ármannsson.

Brynhildur Benediktsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica