1005/2011
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 104/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 853/2004 um sérstakar reglur um hollustuhætti sem varða matvæli úr dýraríkinu.
1. gr.
Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. kafla, I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirfarandi ESB-gerðir gildi hér á landi:
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1243/2007 um breytingu á III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 853/2004 um sérstakar reglur um hollustuhætti sem varða matvæli úr dýraríkinu. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 17/2010 frá 1. maí 2010.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1020/2008 um breytingu á II. og III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 853/2004 um sérstakar reglur um hollustuhætti sem varða matvæli úr dýraríkinu og reglugerð (EB) nr. 2076/2005 að því er varðar auðkennismerkingar, hrámjólk og mjólkurafurðir, egg og eggjaafurðir og tilteknar lagarafurðir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 18/2010 frá 1. maí 2010.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1022/2008 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2074/2005 að því er varðar viðmiðunarmörk fyrir heildarstyrk rokgjarnra niturbasa (TVB-N). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 18/2010 frá 1. maí 2010.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1250/2008 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2074/2005 að því er varðar kröfur um útgáfu vottorða vegna innflutnings á lagarafurðum, lifandi samlokum, skrápdýrum, möttuldýrum og sæsniglum til manneldis. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 18/2010 frá 1. maí 2010.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1161/2009 um breytingu á II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 853/2004 að því er varðar upplýsingar um matvælaferlið fyrir stjórnendur matvælafyrirtækja sem reka sláturhús. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 59/2011 frá 2. júlí 2011.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 558/2010 um breytingu á III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 853/2004 um sérstakar reglur um hollustuhætti sem varða matvæli úr dýraríkinu. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 61/2011 frá 2. júlí 2011.
2. gr.
Reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1243/2007, 1020/2008, 1022/2008 og 1250/2008 eru birtar sem fylgiskjöl við reglugerð þessa. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1161/2009 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 55 frá 7. október 2011, bls. 191. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 558/2010 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 55 frá 7. október 2011, bls. 222.
3. gr.
Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995.
4. gr.
Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 30. gr., 30. gr. a - 30. gr. e og 31. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.
5. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.
6. gr.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 26. október 2011.
Jón Bjarnason.
Baldur P. Erlingsson.
Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)