1. gr.
Heiti reglugerðarinnar verður: Reglugerð um aðbúnað nautgripa.
2. gr.
Í stað 2. og 3. mgr. 1. gr. kemur eftirfarandi: Reglugerð þessi gildir um alla nautgripi.
3. gr.
Eftirfarandi orðskýringar í 2. gr. falla brott:
Mjaltaþjónn: Alsjálfvirkt mjaltatæki.
Spillt mjólk: Mjólk sem inniheldur lyfjaleifar.
Sýnakanna: Sérstakt ílát sem ætlað er til að kanna gæði mjólkur.
Þvottaklútar: Klútar sem notaðir eru til að þrífa júgur og spena.
4. gr.
3. gr. orðast svo: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fer með yfirstjórn þeirra mála sem reglugerð þessi tekur til. Matvælastofnun hefur eftirlit með að ákvæðum reglugerðarinnar sé fylgt.
5. gr.
11., 12., 13. gr. og 1. mgr. 16. gr. falla brott.
6. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 103/2002 um búfjárhald o.fl., með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.
Bráðabirgðaákvæði.
Starfsleyfi sem gefið hefur verið út á grundvelli reglugerðar nr. 438/2002 skal halda gildi sínu þar til Matvælastofnun hefur framkvæmt eftirlit á grundvelli laga nr. 93/1995 um matvæli.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 21. desember 2011.
F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.
Ása Þórhildur Þórðardóttir.