Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

216/2012

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 108/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002 um heilbrigðisreglur um aukaafurðir úr dýrum sem ekki eru ætlaðar til manneldis, auk áorðinna breytinga. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. kafla I. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirfarandi EB-gerðir gildi hér á landi:

a)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 829/2007 um breytingu á I., II., VII., VIII., X. og XI. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002 að því er varðar merkingar og flutning aukaafurða úr dýrum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 19/2010, frá 1. maí 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 68, frá 15. desember 2011, bls. 236.

b)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1576/2007, um breytingu á reglugerð (EB) nr. 92/2005 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002 að því varðar aðferðir við förgun eða notkun á aukaafurðum úr dýrum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 19/2010, frá 1. maí 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 5 frá 27. janúar 2011, bls. 155.

c)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 523/2008 um breytingu á VIII., X. og XI. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002 að því er varðar innflutning á blóðafurðum til framleiðslu á tæknilegum vörum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 59/2010, frá 12. júní 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 68, frá 15. desember 2011, bls. 424.

d)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 595/2010 um breytingu á VIII., X. og XI. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002 að því er varðar heilbrigðisreglur um aukaafurðir úr dýrum sem ekki eru ætlaðar til manneldis. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 61/2011, frá 2. júlí 2011. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 59, frá 27. október 2011, bls. 526.



2. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum reglugerða skv. 1. gr. vegna aukaafurða úr dýrum sé framfylgt í samræmi við lög nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru og lög nr. 96/1997, um slátrun og sláturafurðir.

3. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 9. gr. og 9. gr. a - 9. gr. e laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, lögum nr. 96/1997, um slátrun og sláturafurðir eða lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 13. og 29. gr. a laga nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru og 17. gr. a laga nr. 96/1997, um slátrun og sláturafurðir.

5. gr.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 22. febrúar 2012.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Indriði B. Ármannsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica