Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

50/2011

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 234/2010, um gjaldskrá fyrir eftirlit og aðra gjaldskylda starfsemi Matvælastofnunar. - Brottfallin

1. gr.

4. gr. verður svohljóðandi:

Greiða skal gjald vegna vinnu við inn- og útflutning skv. neðangreindri töflu:

Inn- og útflutningur

Gjald kr.

Útflutningur dýraafurða, allt að 5,0 kg

2.000

Útflutningur dýraafurða, sem hluti af eigin farangri

200

Útflutningsvottorð dýraafurða umfram 5,0 kg

5.000

Útflutningsvottorð á heyi

5.000

Útflutningsskoðun hrossa, pr. dýr

4.774

Útflutningsvottorð, sjávarafurðir

3.500

Útflutningsvottorð, lifandi hrogn

3.500

Útflutningsvottorð, lifandi seiði

3.500

Útflutningur plantna og plöntuafurða, þar með talið viðarumbúðir og fræ

3.500

Innflutningseftirlit, notaðra landbúnaðartækja

25.000

Innflutningseftirlit, sæði hunda

7.000

Innflutningseftirlit, hundar og kettir

24.000

Innflutningseftirlit, önnur gæludýr

7.000

Innflutningseftirlit, með sáðvöru (s.s. fræ og sáðkorn), utan EES

7.320

Innflutningseftirlit, áburður utan EES

25.620

Útflutningseftirlit, sauðfjársæði

3.500

Útflutningsáritun, hundar og kettir

1.500


Gjald fyrir annað inn- og útflutningseftirlit skal greiðast skv. tímagjaldi.

2. gr.

5. gr. verður svohljóðandi:

Eftirlitsgjald vegna heilbrigðisskoðunar á sláturdýrum sbr. 11. gr. laga nr. 96/1997 er 4,7 kr. fyrir hvert kíló kindakjöts, 5,9 kr. fyrir hvert kíló svínakjöts, 4,2 kr. fyrir hvert kíló nautgripakjöts, 6,5 kr. fyrir hvert kíló hrossakjöts og 2,0 kr. fyrir hvert kíló alifuglakjöts. Gjaldið greiðist skv. innvegnu magni kjöts í afurðastöð í samræmi við framleiðsluskýrslur sláturleyfishafa til Bændasamtaka Íslands. Sláturleyfishafa er skylt að skila undirritaðri framleiðsluskýrslu mánaðarlega fyrir 15. hvers mánaðar fyrir framleiðslu liðins mánaðar. Framleiðsluskýrsla skal undirrituð af framkvæmdastjóra eða af öðrum aðila fyrir hans hönd.

Bændasamtök Íslands skulu skila til Matvælastofnunar framleiðslutölum hvers tímabils eigi síðar en 20. hvers mánaðar fyrir liðinn mánuð.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í eftirfarandi ákvæðum laga, 25. og 26. gr. laga um matvæli nr. 93/1995, 11. gr. laga um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr nr. 66/1998, 11. og 17. gr. laga um slátrun og sláturafurðir nr. 96/1997, 31. og 31 gr. a. laga um sjávarafurðir nr. 55/1998 og 8. og 8. gr. a. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglugerðin tekur gildi 1. febrúar 2011.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 21. janúar 2011.

Jón Bjarnason.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica