Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

341/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 233, 4. mars 2011, um stjórn makrílveiða íslenskra skipa árið 2011. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breyting er gerð á 1. tl. 1. mgr. 2. gr.:

Í stað "2.000 lestir" kemur: 2.500 lestir.

2. gr.

Eftirfarandi breyting er gerð á 2. tl. 1. mgr. 2. gr.:

Í stað "6.000 lestir" kemur: 7.000 lestir.

3. gr.

Eftirfarandi breyting er gerð á 3. tl. 1. mgr. 2. gr.:

Í stað "34.825 lestir" kemur: 33.325 lestir.

4. gr.

Við 3. gr. reglugerðarinnar bætist ný mgr. sem orðast svo:

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er heimilt að ráðstafa 50% makrílafla einstakra skipa til vinnslu frá og með 15. júlí 2011 til og með 7. ágúst 2011.

5. gr.

Við 7. gr. reglugerðarinnar bætist ný mgr. sem orðast svo:

Þá skal skipstjóri í lok hverrar veiðiferðar og áður en komið er til hafnar, tilkynna viðkomandi löndunarhöfn skriflega og á því formi sem Fiskistofa ákveður, um áætlaðan afla.

6. gr.

Í 1. mgr. 8. gr. kemur inn nýr málsliður sem verður 4. ml. sem orðast svo:

Fiskistofu er heimilt að leyfa dælingu úr veiðarfærum veiðiskips í vinnsluskip eða flutningaskip, skal þá skipstjóri vinnsluskips eða flutningaskips framkvæma sýnatöku sbr. 5. gr.

7. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 4. apríl 2011.

Jón Bjarnason.

Jóhann Guðmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica