Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

10/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 736/2009, um úthlutun aflaheimilda í þorski vegna tilrauna við föngun fisks til áframeldis og framkvæmd þess. - Brottfallin

1. gr.

Við 1. mgr. 3. gr. bætist nýr málsl., svohljóðandi:

Umsóknum skulu fylgja greinargerðir um áformaðar veiðar og eldi umsækjenda.

2. gr.

Við 4. gr. bætist ný málsgr., sem verður 2. mgr., svohljóðandi:

Óheimilt er að úthluta aflaheimildum til fyrirtækja sem ekki hafa fært framleiðsludagbók í samræmi við reglur sem um það gilda á hverjum tíma.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglugerðarinnar:

  1. Við 1. mgr. bætist nýr málsl., sem verður 2. málsl., svohljóðandi: Ráðuneytið skal innkalla aflaheimildir strax að loknu fiskveiðiári.
  2. Við 3. mgr. bætast tveir nýir málsl., sem verða 2. og 5. málsl., svohljóðandi:

a)

2. málsl.: Ráðherra getur falið Fiskistofu að innkalla og endurúthluta afla­heimildum eftir tilteknum reglum sem ráðherra setur.

b)

5. málsl.: Áður en það gerist skal viðkomandi fyrirtæki hafa lokið við að veiða og láta vigta allan afla á grundvelli aflaheimilda sem áður hefur verið úthlutað.



4. gr.

Ákvæði til bráðabirgða fellur brott.

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, og lögum nr. 71/2008, um fiskeldi, öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 6. janúar 2011.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Sigríður Norðmann.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica