1. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 2. gr.:
a) |
Orðið "eldisfiskar," í orðskýringunni á dýr fellur brott. |
b) |
Orðið "heili," í orðskýringunni á áhættuvefir fellur brott. |
2. gr.
Í stað orðsins "Landbúnaðarstofnunar" í orðskýringunni á rekstrarleyfi í 2. gr. og hvarvetna annars staðar í reglugerðinni kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Matvælastofnun.
3. gr.
Orðin "slíkra dýra" í b-lið 3. gr. og a-lið 4. gr. falla brott.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 4. gr.:
a) |
I-liður 4. gr. orðist svo: Innihald meltingarvegar. |
b) |
Nýr liður bætist við upptalningu á 1. mgr. sem orðast svo: l) Heili úr sauð- og geitfé yngra en 13 mánaða. |
c) |
Við greinina bætist ný málsgrein sem orðast svo: Þrátt fyrir ákvæði 8. gr. reglugerðarinnar skal leifum sem falla undir skilgreiningu l-liðar safnað saman og þær fluttar til eyðingar í brennsluofni eða á viðurkenndan urðunarstað þar sem þær skulu urðaðar þannig að jarðlag sé a.m.k. einn metri. Öll önnur ráðstöfun er aðeins heimil með samþykki Matvælastofnunar. |
5. gr.
Í stað 4., 5., 6., 7. og 8. mgr. 8. gr. koma eftirfarandi málsgreinar:
Heimilt er að nota kjötmjöl og tólg í fóður fyrir loðdýr, sem í eru aukaafurðir úr 2. áhættuflokki, enda falli þær ekki undir c-, d- og i-lið 4. gr. Umbúðir þeirra afurða skal merkja greinilegri áletrun um að bannað sé að nota þær fyrir önnur dýr en loðdýr.
Kjötmjöl og molta sem framleidd er úr slátur- og dýraleifum úr 2. og 3. áhættuflokki má nota sem áburð. Kjötmjöl og moltu sem framleidd eru úr slátur- og dýraleifum úr 2. og 3. áhættuflokki má þó ekki nota sem áburð eða á annan hátt á:
a) |
vatnsverndarsvæðum, |
b) |
land eða í gróðurhúsum þar sem ræktuð eru matvæli eða hráefni fyrir matvælaiðnað, |
c) |
land til beitar fyrir dýr, |
d) |
land til fóðurframleiðslu. |
A.m.k. tíu ár skulu líða frá notkun kjötmjöls eða moltu á land þar til heimilt er að rækta matvæli, leyfa beit búfjár eða öflun fóðurs á viðkomandi landi.
Umbúðir áburðar úr kjötmjöli og moltu sem innihalda slátur- og dýraleifar skulu merktar með eftirfarandi áletrun: "Lífrænn áburður eða jarðvegsbætandi efni - Má ekki nota á vatnsverndarsvæðum né til að rækta matvæli eða á land til beitar fyrir dýr eða á land til fóðurframleiðslu - A.m.k. tíu ár skulu líða frá notkun þar til heimilt er að leyfa ræktun matvæla, beit búfjár eða öflun fóðurs á landi sem kjötmjölið/moltan er borin á".
Skylt er að blanda kjötmjöl sem fyrirhugað er að nota sem áburð með efnum sem útiloka notkun þess sem fóður fyrir dýr.
6. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 9. gr.:
a) |
orðin "búfé er á beit eða á landi þar sem fóðurs er aflað og" í 1. mgr. falla brott. |
b) |
í stað orðsins "tvö" í 1. mgr. kemur: tíu. |
c) |
Fyrirsögn 9. gr. verður: Skráning á nýtingu áburðarafurða frá kjötmjölsverksmiðjum og jarðgerðarstöðvum. |
7. gr.
Í stað orðanna "úr 2." í 2. málslið, k-liðar í III. kafla í I. og II. viðauka, kemur: úr 2. og 3.
8. gr.
Reglugerðin öðlast þegar gildi. Þó taka ákvæði 5. og 6. gr. reglugerðarinnar ekki gildi fyrr en 1. maí 2011. Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 96/1997 um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum, lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, með síðari breytingum og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 12. nóvember 2010.
F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.
Baldur P. Erlingsson.