Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

650/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 285, 31. mars 2010, um stjórn makrílveiða íslenskra skipa árið 2010. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 2. gr.:

Á eftir 2. málslið 3. mgr. koma 3 nýir málsliðir sem orðast svo:

Fiskistofa skal fresta niðurfellingu leyfis til 20. ágúst 2010 í þeim tilvikum sem skip hefur með sannanlegum hætti ekki getað hafið veiðar vegna bilana. Beiðni um frestun skal hafa borist Fiskistofu eigi síðar en 13. ágúst 2010. Veiðileyfið fellur úr gildi þann 20. ágúst 2010 hafi viðkomandi skip ekki hafið makrílveiðar.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 10. ágúst 2010.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Hrefna Gísladóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica