1. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 2. gr. skal heimilt að úthluta þeim 100 lestum af óslægðum þorksi sem koma áttu til úthlutnar í júlí og ágúst á fiskveiðárinu 2009/2010 á þann veg að 50 tonn komi til úthlutunar frá og með 26. júní 2010 og 50 tonn komi til úthlutunar frá 20. júlí 2010.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 25. júní 2010.
F. h. r.
Arndís Ármann Steinþórsdóttir.
Hinrik Greipsson.