1. gr.
Við 2. gr. bætist ný málsgrein sem orðist svo:
Heimilt er hverju skipi að veiða allt að 4% yfir aflamark í loðnu á vertíðinni og dregst sá umframafli frá aflamarki þess á árinu 2011.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum, til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 18. júní 2010.
F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.
Steinar Ingi Matthíasson.