1. gr.
Á eftir 2. mgr. 3. gr. kemur ný málsgrein sem orðist svo:
Makríl í færeyskri lögsögu er einungis heimilt að veiða sem meðafla við veiðar á norsk-íslenskri síld. Heildarmakrílafli íslenskra skipa í færeyskri lögsögu skal ekki fara yfir 1.300 lestir. Fiskistofa fylgist með afla þessum og tilkynnir ráðuneytinu hvenær líklegt megi telja að aflanum hafi verið náð og tilkynnir ráðuneytið frá hvaða tíma óheimilt er að veiða makríl sem meðafla.
2. gr.
Við 4. gr. bætist nýr málsliður sem orðist svo:
Auk þess skal senda aflatilkynningu daglega til eftirlitsstöðvar Landhelgisgæslunnar og Fiskistofu, stundi skip veiðar í færeyskri lögsögu.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum, laga nr. 57, 3. júní 1996, um umgengni við nytjastofna sjávar, með síðari breytingum og laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 11. júní 2010.
F. h. r.
Steinar Ingi Matthíasson.
Kristján Freyr Helgason.