1. gr.
Hvarvetna þar sem getið er um "lög um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða" skal koma í viðeigandi beygingarfalli: lög um sjávarafurðir.
2. gr.
Við 1. mgr. 35. gr. bætist svohljóðandi texti: og laga um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
3. gr.
1. mgr. 36. gr. verður svohljóðandi:
Reglugerð þessi er sett með heimild í 29. og 31. gr. laga nr. 55/1998 um sjávarafurðir, með síðari breytingum, 19. gr. laga nr. 151/1996 um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum, 9. gr. laga nr. 22/1998 um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og í 7. gr. laga um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 29. og 31. gr. laga nr. 55/1998, um sjávarafurðir, með síðari breytingum og 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 1. júní 2010.
Jón Bjarnason.
Baldur P. Erlingsson.