1. gr.
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 1243/2008 frá 12. desember 2008 um breytingu á III. og VI. viðauka við tilskipun 2006/141/EB að því er varðar kröfur um samsetningu tiltekinna ungbarnablandna, sem vísað er til í XII. kafla II. viðauka við EES-samninginn, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 78/2009 frá 4. júlí 2009, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, II. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.
2. gr.
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1243/2008 er birt sem fylgiskjal með reglugerð þessari.
3. gr.
Ákvæðum III. og VI. viðauka við tilskipun 2006/141/EB er breytt sem hér segir:
A.
Í 3. lið, III. viðauka bætist eftirfarandi efni við efst í skrá sem heitir "Amínósýrur og önnur köfnunarefnissambönd":
L-arginín og hýdróklóríð þess(1)
___________________
(1) L-arginín og hýdróklóríð þess skal einungis nota til framleiðslu á ungbarnablöndum sem um getur í þriðju undirgrein 1. mgr. 7. gr.
B.
Eftirfarandi 4. liður bætist við VI. viðauka:
"4. Gæði prótíns
Lífsnauðsynlegar og hálfnauðsynlegar amínósýrur í brjóstamjólk, gefnar upp í mg fyrir hver 100 kJ og 100 kkal, eru sem hér segir:
Í 100 kJ (1) |
Í 100 kkal |
|
Arginín |
16 |
69 |
Systín |
6 |
24 |
Histidín |
11 |
45 |
Ísólefsín |
17 |
72 |
Lefsín |
37 |
156 |
Lýsín |
29 |
122 |
Meþíónín |
7 |
29 |
Fenýlalanín |
15 |
62 |
Þreónín |
19 |
80 |
Trýptófan |
7 |
30 |
Týrósín |
14 |
59 |
Valín |
19 |
80 |
(1) 1 kJ = 0,239 kkal." |
4. gr.
Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt nema annað sé ákvarðað samkvæmt lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum.
5. gr.
Með brot gegn reglugerð þessari skal farið samkvæmt lögum nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.
6. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 15. desember 2009.
F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.
Baldur P. Erlingsson.
Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)